Er einhver þarna?
Þú opnar bók
frá mínum tíma og lest um
helgarferðir og bílaumferð.
Tengirðu?
Þú horfir á mynd
og sérð liti. Þekkirðu þá?
Þú eldar þér kvöldverð, heima hjá þér.
Þú gerir uppáhaldsmatinn minn.
Bragðast hann eins?
Þú hlustar á fréttir.
Hefurðu áhyggjur?
Eða eru þær löngu farnar?
Þú ferð í skólann og lærir um mig.
Ertu vonsvikin?
Þú ferð í sumarfrí.
Verðurðu inni eða úti?
Þú ferð til útlanda (máttu það?)
og sérð skýjakljúfa.
Sérðu himininn?
Þú ferð í dýragarð.
Þú ferð í grasagarð.
Þú ferð á ströndina.
Þú ferð í sund.
Er það ennþá gaman?
Þú ferð á kaffihús.
Þú ferð í bíó.
Þú kaupir í matinn.
Þú borðar ís.
Hvað kostar það?
Ef ég segði þér að anda,
myndirðu sækja súrefniskút?
Ef ég segði þér frá norðurljósunum,
myndirðu leita að þeim?
Ef þú gætir beðið mig um eitthvað,
heldurðu að ég myndi gera það?
Steinunn Kristín Guðnadóttir, Reykjavík - Iceland, 21 years old
Is someone there?
You open a book,
from my time and read about
week-end trips and traffic.
Can you relate?
You put on a movie
and see colours.
Do you recognise them?
You cook dinner at your place.
You make my favorite food.
Does it taste the same?
You listen to the news.
Are you worried?
Or are your worries long gone?
You go to school and learn about me.
Are you disappointed?
Summer vacation starts.
Will you stay inside or outside?
You go abroad (are you allowed to?)
and see skyscrapers. Do you see the sky?
You go to the zoo.
You go to the park.
You go to the beach.
You go swimming.
Is it still fun?
You go to a café.
You go to the cinema.
You buy groceries.
You eat ice-cream.
How much does it cost?
If it told you to breathe
would you fetch an oxygen tank?
If I told you about the northern lights
would you look for them?
If you could ask me to do something,
do you think I would?
Steinunn Kristín Guðnadóttir, Reykjavík - Iceland, 21 years old
Steinunn Kristín Guðnadóttir
has double BA degree in English and French Studies. She currently works as an assistant teacher of Icelandic as a foreign language. She writes poetry and prose by herself and is part of the Icelandic writers collective Yrkjur that hosts various literary events in Reykjavík, Iceland.